Skilmálar & skilyrði

Þessir skilmálar og skilyrði, sem geta tekið breytingum stöku sinnum, eiga við alla okkar þjónustu, beint eða óbeint (í gegnum dreifingaraðila) sem í boði er í gegnum hvaða snjalltæki, farsíma eða tölvu, með tölvupósti eða með síma. Með því að fara inn á, skoða og nota vefsíðuna eða smáforritin okkar í gegnum hvaða vettvang sem er (hér eftir mun í sameiningu verða vísað til þeirra sem „vefsíða“) og/eða með því að ganga frá pöntun, ert þú að staðfesta og samþykkja að hafa lesið, skilið og samþykkt þá skilmála og skilyrði sem fram koma hér að neðan (þar á meðal trúnaðaryfirlýsinguna).

Þessar síður, þ.e. innihald og uppbygging þessara síðna, ásamt netbókunarþjónustunni sem veitt er á þessum síðum og í gegnum síðuna (þ.e. „þjónustan“) er í eigu, starfrækt og í umsjá RouteHotels B. V. („RouteHotels“ „okkur“, „við“ eða „okkar“) og er veitt til persónulegrar notkunar en ekki í hagnaðarskyni og er háð þeim skilmálum og skilyrðum sem birt eru hér að neðan.

1. Umfang þjónustu okkar

Í gegnum vefsíðuna býður (RouteHotels B.V. og ((dreifingar) samstarfsaðilar) upp á vettvang á netinu þar sem allar tegundir tímabundinna gisitrýma (t.d. hótel, vegahótel, farfuglaheimili og gistiheimili, sameiginlega vísað til sem „gistirými“) geta auglýst herbergi sín til pöntunar; og þar sem gestir vefsíðunnar geta framkvæmt slíkar pantanir. Með því að panta í gegnum (RouteHotels gerir þú beinan (lagalega bindandi) samning við eiganda gistirýmisins sem þú pantaðir hjá. Frá þeim tíma sem þú bókar er síðan aðeins milliliður á milli þín og gistirýmisins sem sendir þér staðfestingartölvupóst fyrir hönd eiganda gistirýmisins.

Upplýsingarnar sem við birtum þegar við veitum okkar þjónustu eru byggðar á þeim upplýsingum sem gistirýmin láta okkur í té. Þannig er gistirýmunum gefin aðgangur að ytraneti þar sem þau eru ábyrg fyrir uppfærslu á öllum verðum, framboði og öðrum upplýsingum sem eru sýnd á vefsíðunni okkar. Þrátt fyrir að við beitum okkur fyrir því að framkvæma okkar þjónustu eftir bestu getu, getum við ekki staðfest eða ábyrgst að allar upplýsingar séu nákvæmar, altækar eða réttar; við getum heldur ekki verið ábyrg fyrir villum (þ.á.m. augljósar- og innsláttarvillur), öllum truflunum (hvort þær séu vegna (tímabundinna og/eða hluta til) bilana, viðgerða, uppfærslu eða viðhalds á vefsíðunni okkar eða annars), ónákvæmum, villandi eða ósönnum upplýsingum eða óbirtum upplýsingum. Hvert gistirými er ávallt ábyrgt fyrir nákvæmni, heilleika og áreiðanleika þeirra (lýsandi) upplýsinga (þ.á.m. verði og framboði) sem birtast á vefsíðunni. Vefsíðan okkar er ekki og getur ekki verið álitin sem meðmæli eða stuðningur við gæði, þjónustustig eða einkunn þeirra gistirýma sem í boði eru.

Okkar þjónusta er aðeins í boði til einkanota og án viðskiptalegs tilgangs. Þar af leiðandi er ekki heimilt að endurselja, djúptengja (deep linking), nota, afrita, vakta (t.d. spider scrape), sýna, sækja eða enduruppfæra neitt af innihaldi eða upplýsingum, hugbúnaði, afurðum eða þá þjónustu sem í boði eru á vefsíðunni okkar í auglýsinga- eða samkeppnisskyni eða -tilgangi.

2. Verð og loforð um besta verðið

Verðin á síðunni okkar eru mjög samkeppnishæf. Öll verð sem birtast á vefsíðu RouteHotels eiga við hvert herbergi fyrir heildardvöl og birtast með inniföldum virðisaukaskatti og öðrum sköttum (háð breytingum á slíkum sköttum), nema að annað sé tekið fram á vefsíðunni eða í staðfestingartölvupóstinum.

Stundum eru ódýrari verð í boði á vefsíðunni okkar fyrir tilgreinda dvöl á gistirými, en þessi verð geta jafnvel borið sérstakar takmarkanir og skilyrði sem sett eru fram af viðkomandi gistirými, t.d. að því er varðar afpantanir og endurgreiðslu. Vinsamlegast athugið herbergisverð og upplýsingar nákvæmlega áður en pantað er.

Í þeim tilvikum þegar verð eru yfirstrikuð, þá lítum við á núverandi verð (komandi verð) sem verður gjaldfært af gistirýminu innan þeirra 30 daga sem eru í kringum valda innritunardagsetningu - af öllum þeim verðum innan þessa tímabils veljum við þriðja hæsta verið sem í boði er. Til þess að gera sanngjarnan samanburð, notum við alltaf sömu pöntunarskilyrði (máltíðir, afpöntunarskilmálar og herbergistegund). Þetta þýðir að þú færð sama herbergi á lægra verði samanborið við aðrar innritunardagsetningar á sama tímabili árs.

Við viljum að þú borgir lægsta mögulega verð fyrir dvölina. Finnir þú gistirými, með sömu pantaðskilyrðum, á lægra verði á netinu eftir að hafa pantað í gegnum okkur, munum við jafna verðmuninn á okkar verði og lægra verðinu eftir skilmálum og skilyrðum Verðtryggingarinnar.

Gjaldeyrisbreytirinn er einungis í upplýsingaskyni og ekki ætti að reiða sig á nákvæmni hans í rauntíma; raunveruleg verð geta verið breytileg.

Augljósar villur og mistök (Þar með taldar prentvillur) eru ekki bindandi.

Öll sérstök tilboð og kynningar eru merkt sem slík.

3. Friðhelgi

RouteHotels virðir friðhelgi þína. Vinsamlegast sjáðu trúnaðar- og smygildisyfirlýsinguna fyrir nánari upplýsingar.

4. Ókeypis

Þjónusta okkar er ókeypis því ólíkt mörgum öðrum aðilum, þá munum við ekki innheimta gjald fyrir þjónustu okkar eða bæta við neinum auka- (bókunar-)gjöldum við herbergisverðið.

5. Kreditkort eða bankamillifærsla

Þegar það á við og er í boði, bjóða ákveðnir gistirýmaeigendur upp á möguleikafyrir bókanir að vera greiddar (að öllu leyti eða að hluta til eins og krafist er í greiðsluskilmálum gistirýmisins) eiganda gistirýmisins á meðan bókunarferlið stendur yfir til þess að tryggja netgreiðslu (að því leyti að það sé í boði og stutt af þínum banka). Unnið er úr greiðslunni á öruggan hátt með kredit-/debetkorti eða af bankareikningi á bankareikning eiganda gistirýmisins í gegnum greiðslumiðlun þriðja aðila.

Vinsamlegast athugaðu að vegna ákveðinna (óendurgreiðanlegra) verða eða sértilboða, þá getur verið að gistirýmaeigendur krefjist þess að greiðsla fari fram samstundis með millifærslu (ef hægt er) eða með kreditkorti og að sótt sé um heimildarbeiðni á kreditkortið eða það gjaldfært (stundum án þess að boðið sé upp á endurgreiðslu) við framkvæmd pöntunar. Vinsamlegast athugið herbergislýsingarnar gaumgæfilega í leit að slíkum skilyrðum áður en pöntun er gerð.

Í tilfellum þar sem um kreditkortasvik er að ræða, eða óheimila notkun á kortinu þínu af þriðja aðila, munu flestir bankar eða kreditkortafyrirtæki bera ábyrgðina sem nær yfir allar slíkar greiðslur sem eru afleiðingar slíkra svika eða misnotkunar, (sem getur verið háð sjálfsábyrgð upp á 50 € (eða samsvarandi upphæðar í þinni mynt)). Í því tilfelli sem bankinn þinn eða kreditkortafyrirtæki lætur þig greiða þessa sjálfsábyrgð vegna óheimilar notkunar vegna pöntunar á síðunni okkar, munum við endurgreiða þér þessa upphæð, upp að 50€ (eða samsvarandi upphæð í þinni mynt). Til þess að fá þetta bætt, vinsamlegast tilkynntu þá kreditkortafyrirtækinu þínu um þessi svik (í samræmi við reglur) og hafðu svo strax samband við okkur með því að senda tölvupóst á: (phfgbzre.eryngvbaf@obbxvat.pbz). Vinsamlegast skrifaðu "credit card fraud" (kreditkortasvik) í viðfangsefni tölvupóstsins og sýndu fram á sönnun þess að kortið hafi verið með sjálfsábyrgð (þ.e. skilmála kreditkortafyrirtækisins). Þessar bætur eiga aðeins við kreditkortapantanir sem gerðar eru í gegnum öruggan netþjón RouteHotels og óleyfilega notkunin á kreditkortinu þínu er afleiðing okkar eigin vanrækslu eða gáleysis og er ekki á þinni eigin ábyrgð á meðan notast var við örugga netþjóninn okkar.

6. Afpöntun

Með því að bóka hjá gistirými móttekur þú og samþykkir viðeigandi skilmála afpöntunar- og vanefndra bókana (no-show) sem gistirýmið setur, og að hvað auka (ahendingar-) skilmála og skilyrði gistirýmis sem gætu átt við þína bókun eða á meðan dvölin stendur yfir, þar með talið fyrir þá þjónustu og/eða vörur boðnar á gistirýminu (afhendingarskilmálar gistirýmisins geta verið í gildi hjá viðeigandi gistirými). Almennir skilmálar afpantanna og vanefndra bókana (no-show) eiga við hvert gistirými fyrir sig á vefsíðunni okkar og á upplýsingasíðum gistirýmis, á síðum bókunarferlis og í staðfestingartölvupósti. Vinsamlegast athugið vel hvort slík skilyrði er að finna í upplýsingum herbergis áður en bókun fer fram. Vinsamlegast athugið að bókun sem krefst niðurgreiðslu eða (að öllu leyti eða að hluta til) fyrirframgreiðslu geta verið afpantaðar (án sjálfvirkar tilkynningar eða viðvörunar) að því leyti að viðeigandi (eftirstandandi) upphæð(ir) getur ekki verið innheimt að fullu á viðeigandi gjalddaga samkvæmt viðeigandi greiðsluskilmálum gistirýmisins og bókunarinnar. Síðbúin greiðsla, rangur banki, debet- eða kreditkortaupplýsingar, ógilt kredit-/debetkort eða ekki næg innistæða eru á eigin ábyrgð og reikningurinn og þú munt ekki eiga rétt á endurgreiðslu neinnar (óendurgreiðanlegrar) fyrirframgreiddar upphæðar nema að gistirýmið samþykki eða leyfi það að öðru leyti í samræmi við (fyrirfram-)greiðslu- og afpöntunarskilmála.

Ef þú óskar eftir því að fara yfir, breyta eða afpanta bókunina þína, skoðaðu þá vinsamlegast staðfestingartölvupóstinn og fylgdu leiðbeiningunum þar. Vinsamlegast athugaðu að rukkun gæti átt sér stað fyrir afpöntuninni í samræmi við skilmála gistirýmisins varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) og enginn réttur til endurgreiðslu af hvaða (fyrirfram-) greiddu upphæð verður til staðar. Við mælum með því að þú lesir skilmála gistirýmisins varðandi afpöntun, (fyrirfram-)greiðslu og vanefndar bókanir (no-show) áður en þú bókar og mundu að framkvæma frekari greiðslur tímalega eins og krafist er fyrir viðeigandi bókun.

7. Frekari bréfaskriftir

Með því að ljúka við bókun samþykkir þú að fá (i) sendan tölvupóst frá okkur stuttu fyrir brottför sem inniheldur upplýsingar um áfangastaðinn, ákveðnar upplýsingar og tilboð (þar á meðal tilboð frá þriðja aðila að því leyti að þú hafir samþykkt að fá þessar upplýsingar) sem eiga við pöntunina þína og áfangastaðinn; og (ii), að fá sendan tölvupóst frá okkur stuttu eftir dvölina þar sem við bjóðum þér að fylla út gestaumsögn. Vinsamlegast sjáðu trúnaðar- og smygildisyfirlýsinguna fyrir frekari upplýsingar um hvernig við gætum haft samband við þig.

8. Einkunn og gestaumsagnir

Sjálfgefna stillingin á röðun hótela á vefsíðunni er „RouteHotels mælir með (eða annað álíka orðalag); “ þetta er sjálfgefin röðun. Fyrir hagkvæmni viðskiptavina bjóðum við einnig upp á aðrar leiðir til að leita að niðurröðun hótela. Vinsamlegast athugið að sjálfgefna röðunin er búin til af algjörlega sjálfvirku flokkunarkerfi (reikniriti) og er byggt á ákveðnum forsendum, sem innifelur ekki eingöngu vinsældir hótelsins á meðal gesta (þ.e. umsagnareinkunnir gesta (þar sem einnig er boðið upp á röðun umsagnareinkunna)), heldur einnig forsögu samskipta við þjónustuver (þar á meðal númer og tegund kvörtunar frá gesti) og ákveðnar bókunartengdar upplýsingar (númer bókunar, afpantanir og yfirbókanir, breytingargjöld, herbergisverð og framboð). Aðrir þættir einnig innifaldir í reikniritinu eru umboðslaunagreiðslur greiddar tímanlega af hótelinu og umboðslaunahlutfall; þeir þættir eru þó aðeins tveir af nokkrum (en vissulega ekki leiðandi) þáttum sjálfgefnu röðunarinnar.

Útfyllt gestaumsögn getur verið (a) sett á viðeigandi upplýsingasíðu gistirýmisins á vefsíðu okkar í þeim eina tilgangi að upplýsa framtíðarviðskiptavini um þína skoðun á þjónustu (stigi) og gæðum gistirýmisins, og (b) (að hluta til eða í heild sinni) notað af RouteHotels að eigin vild (t.d. í markaðssetningarskyni, til kynningar eða umbóta á okkar þjónustu) á vefsíðu okkar eða öðrum viðlíka samfélagssíðum, í fréttabréfum, á sérstökum kynningum, smáforritum eða eftir öðrum miðlum í eigu, hýsingu, eða stjórnað af RouteHotels og viðskiptasamstarfsaðilum okkar. Við áskiljum okkur þann rétt að laga, hafna eða fjarlægja umsögnina að okkar vild. Líta ætti á gestaumsagnareyðublaðið sem könnun og innifelur það ekki nein (frekari auglýst) tilboð, boð eða hvatningu af neinu tagi.

9. Afsal ábyrgðar

Með þeim takmörkunum sem fram koma í þessum skilmálum og skilyrðum og að því leyti sem lög leyfa, þá getum við aðeins verið haldin ábyrg fyrir raunverulegum skaða, greiðslu eða óþægindum sem þér er ollið vegna vanhæfni okkar á eigin skyldum í ljósi þjónustu okkar, að heildarupphæð pöntunarinnar eins og hún kemur fram í staðfestingartölvupóstinum (hvort sem það er fyrir einn atburð eða nokkra atburði).

Hinsvegar, og upp að því leyti sem lög leyfa, þá erum hvorki við né yfirmenn okkar, stjórnendur, starfsmenn, fulltrúar, dótturfyrirtæki, samstarfsaðilar, dreifingaraðilar, (dreifingar-)hlutdeildarfélög, leyfishafar, umboðsmenn eða aðrir tengdir sköpun, stuðningi, kynningu eða sem að öðru leyti gera síðuna og innihald hennar aðgengilegt, ábyrga fyrir (i) neinu refsiverðu, sérstöku, óbeinum eða afleiðingum taps eða skemmda, tapi á framleiðslu, tapi á hagnaði, tapi á tekjum, tapi á samningum, tap á eða skaða á orðspori eða góðvild, tap á kröfum, (ii), öll ónákvæmni sem er tengd (lýsandi)upplýsingum (þar á meðal verð, framboð og einkunum) gistirýma sem boðið er upp á inná vefsíðu okkar, (iii) veittri þjónustu eða vörum sem boðið er upp á af gistirýminu, (iv) allar (beinar, óbeinar, afleiðingar eða refsiverðar) skemmdir, tap eða kostnaður, sem þú hefur stofnað til eða greitt, samkvæmt, vegna eða í tengslum við notkun, þess að geta ekki notað eða vegna tafa á vefsíðunni okkar, eða (v) vegna einhverra (persónulegra)meiðsla, dauðsfalls, eignaskemmda, eða annarra (beinna, óbeinna, sérstakra afleiðinga eða refsiverðra) skemmda, taps eða kostnaðar, sem stofnað hefur verið til eða greitt af þér, hvort sem er vegna (lagalegs)gjörnings, mistaka, brota, (mikils) gáleysis, viljandi misferlis, aðgerðarleysis, lélegrar frammistöðu, mistúlkunar, skaðabótareglna eða strangrar ábyrgðar af eða (algjörlega eða hluta að til) gistirýminu að kenna, (starfsmönnum, stjórnendum, yfirmönnum, fulltrúum, umboðsmönnum eða samstarfsfyrirtækjum), þ.m.t. allar afpantanir (að hluta), yfirbókanir, verkföll, óviðráðanleg atvik eða allir þeir atburðir sem eru ekki undir okkar stjórn.

Hvort sem að starfsfólk gistirýmisins sem þú gistir á rukkar (eða hefur rukkað þig) fyrir herbergið, eða ef við erum að auðvelda greiðslu herbergisins, samþykkir þú og staðfestir að gistirýmið sé ávallt ábyrgt fyrir innheimtu, staðgreiðslu, skilum og greiðslusendingu á viðeigandi sköttum sem við eiga á heildarupphæð herbergjaverðs til hlutaðeigandi skattayfirvalda. RouteHotels er ekki ábyrgt eða í ábyrgð fyrir greiðslusendingu, innheimtu, söfnun, skilum eða greiðslu á viðeigandi sköttum sem eiga við herbergja verð til hlutaðeigandi skattayfirvalda.

10. Hugverkaréttindi

Hugbúnaðurinn er nauðsynlegur okkar þjónustu, eða í boði á eða notaður af vefsíðu okkar og hugverkaréttindi (þ.á.m. höfundaréttur) innihalds og upplýsinga sem og efnis af heimasíðunni okkar er í eigu RouteHotels B.V, birgja eða þjónustuveitenda, nema að annað sé tekið fram.

RouteHotels áskilur sér alfarið allan eignarrétt, tilkall til og eignarrétt á og yfir (öllum hugverkarétti af) (útliti og upplifun grunngerðar) af) vefsíðunni þar sem þjónustan er í boði (þar með talið gestaumsagnir og þýtt innihald) og þú hefur ekki neinn rétt til þess að afrita, skafa (scrape), ("hyper"-/djúp)tengja við, birta, auglýsa, markaðssetja, aðlaga, sameina eða á annan hátt nota innihald (þar með talið textaþýðingar eða gestaumsagnir) eða vörumerki okkar án skriflegs leyfis. Að því marki sem þú munt (í heildina eða að hluta til) nota eða sameina og (þýdda) innihald (þar með talið gestaumsagnir) eða munt á annan hátt eiga hugverkaréttindi á vefsíðunni eða hvaða (þýdda) innihaldi eða gestaumsögnum, þá hér með útnefnir þú, flytur eða færir yfir allan hugverkarétt til RouteHotels. Hvaða ólöglega notkun eða einhver af þeim framangreindu aðgerðum eða atferli mun verða talinn brot á hugverkarétti okkar (þar með talinn höfundarréttur eða gagnasafnsréttur).

11. Ýmislegt

Að því leyti sem lög leyfa, þá eru þessir skilmálar og skilyrði sem og ákvæði þjónustu okkar sem stjórnast af og skulu túlkuð í samræmi við hollensk lög; allar deilur sem orsakast af þessum almennu skilmálum og skilyrðum og þjónustu okkar skulu vera vísað til viðeigandi dómstóla í Breda, Hollandi.

Upprunalega enska útgáfan af þessum skilmálum og skilyrðum gæti verið þýdd yfir á önnur tungumál. Þýdda útgáfan er einvörðungu skrifstofuþýðing, ekki er hægt að draga neinar ályktanir af þýddu útgáfunni. Í þeim tilfellum þar sem ágreiningur um innihald eða túlkun á þessum skilmálum eða skilyrðum eða ósamræmi eða misræmi er á milli ensku útgáfunnar og annarra tungumálaútgáfa þessa skilmála og skilyrða, þá mun enska útgáfan að því leyti sem lög leyfa eiga við og ráða og vera afgerandi. Enska útgáfan er til staðar á heimsíðunni okkar (með því að velja ensku) eða getur verið send til þín eftir skriflegri beiðni.

Ef öll ákvæði þessa skilmála og skilyrða eru eða verða ógild, ófyrirsjáanleg eða óbindandi, verður þú áfram bundin af öllum öðrum ákvæðum þessa laga. Í slíkum tilfellum, eiga slík ógild ákvæði engu að síður að vera fylgt eftir að öllu leyti sem viðeigandi lög leyfa, og þú þarft að minnsta kosti að samþykkja að ganga að svipuðum, óframfylgjanlegum eða óbindandi ákvæðum, miðað við innihald og tilgang þessa skilmála og skilyrða.

12. Um RouteHotels og stoðfyrirtækin

Netþjónustan fyrir bókanir á gistirýmum er veitt af RouteHotels B.V., einkahlutafélags sem fellur undir hollensk lög og er með skrifstofur á Spinveld 12, 4815 HS, Breda, Hollandi og skráð hjá viðskiptaráði í Breda undir skráningarnúmerinu 60800852. Virðisaukaskattsnúmerið er NL854065258B01.

RouteHotels er með höfuðstöðvar í Breda í Hollandi og nýtur fulltingis fjölda samstarfsfyrirtækja („stoðfyrirtækin“) á heimsvísu. Stoðfyrirtækin veita aðeins innri stuðning handa og í þágu RouteHotels. Ákveðin stoðfyrirtæki veita aðeins takmarkaða þjónustu fyrir viðskiptavini (aðeins með síma). Stoðfyrirtækin bjóða ekki upp á heimasíðu (og eiga hvorki né stjórna, sjá um eða viðhalda vefsíðunni). Stoðfyrirtækin búa ekki yfir neinu valdi eða heimild til þess að veita þjónustu, koma fram fyrir hönd RouteHotels eða taka þátt í samningum í nafni RouteHotels eða af hálfu RouteHotels. Þú átt ekki (lögleg eða samnings-) tengsl við stoðfyrirtækin. Stoðfyrirtækin geta ekki unnið og hafa ekki leyfi til ákvörðunartöku á hvers konar umboði þjónustu eða ferlis af hálfu RouteHotels. RouteHotels samþykkir hvorki né áætlar annað aðsetur, staðsetningu eða skrifstofu í heiminum (þar á meðal skrifstofur stoðfyrirtækja), aðra en skráð aðsetur í Breda.

 

Loading...
Maak je scherm kleiner ... hier is nog even niets te zien :)